top of page

UM OKKUR

Markmið Esju er að búa til fallegar, nýstárlegar og fræðandi bækur ásamt forritum sem bæta líf fólks.

Stofnandi Esju

 

Fjalldís Ghim - Fótspor á Íslandi

 

Ég heiti Fjalldís og er frá Suður Kóreu, ég er frumkvöðull sem hefur reynt að leiða jákvæða breytingu á samfélagi okkar. Til dæmis getur langur og dimmur veturinn á Íslandi verið erfiður fyrir marga svo ég stofnaði Nerd Nite Reykjavík árið 2018 sem er ókeypis og fræðandi skemmtiviðburði innandyra.

 

Næst áttaði ég mig á því að það eru mjög lítil tækifæri fyrir fólk á Íslandi að upplifa kóreska menningu svo ég stofnaði Kóreska Samfélag Íslands, samtök fyrir áhugafólk um Kóreska menningu, og byrjaði að skipuleggja kóreska menningarviðburði og hjálpa fólki sem hefur áhuga á Kóreu að hittast.

 

Ég kláraði meistaranám í alþjóðasamskiptum við Háskóla Íslands, á meðan ég var nemandi stofnaði ég Asísk Stúdentasamtök og veitti asískum nemendum stuðning í gegnum ýmsa viðburði eins og jóga, gönguferðir, matreiðslu auk þess að aðstoða með ýmis vandamál.

 

Esja var stofnuð á grundvelli margra ára reynslu minnar af menntun og samfélags þjónustu í Suður-Kóreu, Japan og á Íslandi. Markmið Esju er að búa til fallegar, nýstárlegar og fræðandi bækur ásamt forritum sem bæta líf fólks.

Takk fyrir heimsóknina, þú getur haft samband við mig hér: fjalldis@esjaedu.net

Hvað Við Gerum 

 

Bækur

Esja býr til fallegar og skapandi bækur sem snúa að viðfangsefnum eins og jafnrétti og mannréttindum. Um þessar mundir erum við að þróa nýstárlegar bækur skreyttar með afgangsefnum úr íslenskum sjávarútvegi. Annað metnaðarfullt markmið okkar er að gera þjóðsögurnar frá Kóreu og Íslandi jafn frægar og Öskubusku eða Mjallhvít um allan heim!

 

Farsímaforrit

Þegar Fjalldís flutti til Íslands árið 2015 var hún mjög stressuð yfir því að læra íslensku. Það er erfitt, ógnvekjandi og dýrara að læra en nokkurt annað tungumál sem hún hefur lært (hún hefur lært 5 tungumál)! Þannig ákvað hún að þróa gagnlegasta og skemmtilegasta tungumálanáms forrit sem heimurinn hefur séð byggt á margra ára reynslu sinni af skapandi erlendri tungumálakennslu. Upphaflegur grunnstyrkur appsins verður kóresk og íslenskukennsla og markmiðið er að taka fram úr mest seldu tungumála forritum heimsins.

Samfélagsverkefni

Esja hefur skipulagt marga viðburði til þess að mennta og styðja samfélagið okkar.

 

ESJA (25).png

Hafðu Samband

info@esjaedu.net

 

Esja Education - Bækur & Smáforrit

kt. 460320-0890

Facebook

Thanks for submitting!

bottom of page